Mótmæli gærdagsins

image thumb yT35egFór á fund við Bandaríska sendiráðið til að mótmæla helför Ísraels og Usa gegn Palestínumönnum. Góð ræða hjá Sveini Rúnari en erfið slagorð; Lifi frjáls Palestína er óþjált. Ég var með vatnsmálningu í nokkrum nestispokum sem ég ætlaði að kasta í hið hvíta hús en brast kjarkur. Lögreglan var þarna og við öllu búin, við megum mótmæla en ekki styggja stórabróður. Þeir hefðu líklega verið með læti og handtekið mig. Kannski hefðu orðið slagsmál og það orðið aðalatriðið í fréttaumfjöllun. Ég hefði verið sakaður um að koma óorði á alla aðra sem voru á svæðinu. Ég hlusta ekki lengur á svona kjaftæði næst mæti ég með mína plastpoka og kasta þeim í sendiráðið. Hið hvíta hús verður þá blóði drifið, þetta verða ekki beint mótmæli heldur fallegur pólitískur gjörningur.  Ef lögreglan vill handtaka mig þá má hún það en hver er ákæran. Þetta verður vatnsmálning sem rignir af eða starfsmenn geta þrifið. Ég er listamaður. Skoðið myndina - þarf að hafa fleiri orð um málið. Á núvirði leggja Bandaríkjamenn 1,5 milljarð á dag til stuðnings Ísrael.

Lifi byltingin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni þór

Þessi kort draga ekki upp rétta mynd.
Palestínumenn áttu afar lítið af þessu landi fyrir 1948, Yfir 70% var í eigu tyrkneska ríkisins (en tekið eftir Fyrri heimsstyrjöld og var "ríkisland" í umsjón Breta). Það sem múslímar áttu var í eigu ríkra fjölskyldna sem bjuggu í Damasks og Kairó og héldu leiguliða. Síðasta kortið er síðan algjör steypa.
Stór hluti landsins var eyðimörk áður en gyðingar snéru aftur og hófu uppbyggingu, þeir hafa byggt skóla og sjúkrahús fyrir Araba líka.

Árni þór, 9.1.2009 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband