Lögreglukæra

Ég er að leita mér að lögfræðingi til að kæra lögregluna vegna niðurrifs á Vatnsstíg. Húsið var byggt 1906 og húsafriðurnarnefnd var ekki búin að gefa leyfi fyrir niðurrifi húsinss. Myndir sýna lögregluna brjóta og saga úr glugga og henda miklu timbri úr húsinu. Þetta er lögbrot. Aðrir hafa kært lögregluna fyrir harðræði. Er þetta raunhæft eða er ég að bulla? Hvað um það þá veðja ég á að lögreglan muni ekki beita sér jafn grimmilega þegar næsta hús verður tekið.
Lifi byltingin,

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég held að eigandinn hafi beðið lögguna um að rústa húsinu. En það væri fróðlegt að láta á þetta reyna.

Finnur Bárðarson, 25.4.2009 kl. 17:01

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Lögreglan vann þar gott starf með að flæma burt þann ólýðræðislega hóp sem hafði hreiðrað um sig í húsinu. Hústökur eru ólöglegar Ingvar ef það skildi hafa farið framhjá þér. Það mun enginn lögfræðingur taka þetta að sér.

Hilmar Gunnlaugsson, 25.4.2009 kl. 17:01

3 Smámynd: Ingvar Þórisson

Gaman að þessu ég er sem sagt að bulla? Það er engin spurning hverra

erinda Lögreglan gekk. Er þetta eðlilegt viljum við byggja borgina okkar

upp með svona aðferðum. Eigum við ekki frekar að hanna gott skipulag

og framfylgja því.

Reyna að gera það besta úr því sem við höfum. Þessi

ólýðræðislegi hópur samanstendur af hundruðum einstaklinga sem eru

allir jafn rétt háir. Hvað sem það þýðir.

Það var búið að opna fríbúð niðri, Þrífa og gera húsið íbúðarhæft - þetta

var gott hús og velbyggt fullkomlega íbúðarhæft. Það mátti ekki elda fisk

og kjöt í eldhúsinu og ekki neyta áfengis eða fíkniefna í húsinu. Hópurinn

var í óðaönna að gera upp steinhús við hliðina handa útigangsmönnum.

Ætlunin var að gera þetta að lifandi félagsmiðstöð ungs fólks sem verður

atvinnulaust í sumar.

Lifi byltingin.

Ingvar Þórisson, 27.4.2009 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband