Kosningar strax

Þau skilja þetta ekki !ngibjörg Geir og co. Við mótmælendur krefjumst afsagnar og kosninga.
Geir vill ekki kjósa um vetur - Ingibjörg vill kannski kjósa í vor og þá blanda Esb í það.
Þorgerður Katrín vill ekki kjósa fyrren eftir að "skýrslan" kemur út í nóvember! Þá er kominn
vetur svo kemur vor og haust og helvítis ríkisstjórnin heldur velli ... Það er kannski ekki nema von
að þau þori ekki í þetta með Vinstri græna sem stærsta flokkinn. Stór hluti atkvæða Sjálfstæðis-
flokksins hefur verið hræddur við að allt fari í rúst ef kommarnir tækju við. Nú er allt hrundið;
Framsóknarflokkurinn lítur út eins og skiplögð Glæpasamtök í ljósi sögunnar enda fylgið löngu
farið. Ef það er sanngjarnt að segja þetta þá má líkja Flokknum við Mafíu. Og allt gjörsamlega
spillt og umlukið valdahroka. Sonur Davíð héraðsdómari; ekkert mál. Þvert geng faglegu mati dómara;
ekkert mál. Stjórnsýslulög þverbrotin; ekkert mál. Segja af sér; aldrei mál.
Í hruninu var talað um að velta við hverjum steini, allt upp á borðið o.s.frv. við sjáum efndirnar í því
pabbar rannska strákana sína. Það er verið að skipta upp á nýtt og skrifa hvítþvottarskýrslu
um allt saman. Við þurfum reyndar ekki bara kosningar heldur Byltingu.
Lifi byltingin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband