Mótmæli Laugardagsins

Ágætis fundur á Austurvelli. Vorum með smá gjörning - settum palestínuklút á Jón Sig...
Svo var hugmyndin að fá 800 manns til að leggjast í jörðina. Gekk ekki eftir enda var þetta
bara happening. Held líka að það séu mistök að reyna að spyrða sig saman við þenna fund,
þótt fyrir mér séu þetta sömu mótmælin! Gegn ríkisstjórninni - við erum að hvetja hana til
dáða gegn Ísrael en það eru mistök því skilaboðin eru bara FARÐU og komdu aldrei aftur.

Mótmæli - aðgerð morgundagsins eru við Stjórnarráðið kl. 8:00 í fyrramálið vegna fjöldamorðanna
á Gaza og Ógnarstjórnarinnar á Íslandi. Svo hittumst við við Iðnó kl. 9:00 á Þriðjudagsmorgun til
að stoppa Ríkisstjórnarfund.
Lifi byltingin

ps. Klúturinn er enn á Jóni og tekur sig vel út...


fyrir friði

Eftir fundinn á Austurvelli verður framinn pólitískur gjörningur -
fyrir fundinn í Iðnó. Fyrir friði.
Lifi byltingin
mbl.is Opinn fundur og kertafleyting
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli dagsins

Mætti við Utanríkisráðneytið kl.16 ásamt 17 öðrum. Einn ljósmyndari og einn með litla kameru líklega lögregluþjónn. Undanfarið hefur verið unnt að treysta á að fjölmiðlarnir séu mættir á undan mótmælendum en... Skvettum gerviblóði á skilti og dyr. Þetta var nokkuð fallegur gjörningur.
Hvet alla til að koma á Austurvöll á morgun. Þegar fundinum líkur ætla ég að vera með pólitískan gjörning við Jón Sigurðsson og fyrir framan Þingið. Hvet alla til koma og sýna stuðning. Gjarnan með hulið andlit - fyrst "þeim" er svona illa við það þá er sjálfsagt að hylja andlit sitt. Síðan er fundur í Iðnó kl. 16. Hvet afa og ömmur sérstaklega til að mæta. Manni finnst Íslenzka kreppan blikkna í samanburði við liltu krílin á Gaza. Blessuð sé minning þeirra.
Lifi byltingin

pólitískur gjörningur

Eitthvað hefur brugðist með boðunina á þetta. Taldi samt 18 áður en við gengum að Utanríkisráðneytinu hrópandi; 700 myrtir ekkert gert. Skvettum nokkrum lítrum af gerviblóði og hurfum út í daginn. Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael. Lifi byltingin.
mbl.is Málningu slett á ráðuneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli gærdagsins

image thumb yT35egFór á fund við Bandaríska sendiráðið til að mótmæla helför Ísraels og Usa gegn Palestínumönnum. Góð ræða hjá Sveini Rúnari en erfið slagorð; Lifi frjáls Palestína er óþjált. Ég var með vatnsmálningu í nokkrum nestispokum sem ég ætlaði að kasta í hið hvíta hús en brast kjarkur. Lögreglan var þarna og við öllu búin, við megum mótmæla en ekki styggja stórabróður. Þeir hefðu líklega verið með læti og handtekið mig. Kannski hefðu orðið slagsmál og það orðið aðalatriðið í fréttaumfjöllun. Ég hefði verið sakaður um að koma óorði á alla aðra sem voru á svæðinu. Ég hlusta ekki lengur á svona kjaftæði næst mæti ég með mína plastpoka og kasta þeim í sendiráðið. Hið hvíta hús verður þá blóði drifið, þetta verða ekki beint mótmæli heldur fallegur pólitískur gjörningur.  Ef lögreglan vill handtaka mig þá má hún það en hver er ákæran. Þetta verður vatnsmálning sem rignir af eða starfsmenn geta þrifið. Ég er listamaður. Skoðið myndina - þarf að hafa fleiri orð um málið. Á núvirði leggja Bandaríkjamenn 1,5 milljarð á dag til stuðnings Ísrael.

Lifi byltingin


Kosningar strax

Þau skilja þetta ekki !ngibjörg Geir og co. Við mótmælendur krefjumst afsagnar og kosninga.
Geir vill ekki kjósa um vetur - Ingibjörg vill kannski kjósa í vor og þá blanda Esb í það.
Þorgerður Katrín vill ekki kjósa fyrren eftir að "skýrslan" kemur út í nóvember! Þá er kominn
vetur svo kemur vor og haust og helvítis ríkisstjórnin heldur velli ... Það er kannski ekki nema von
að þau þori ekki í þetta með Vinstri græna sem stærsta flokkinn. Stór hluti atkvæða Sjálfstæðis-
flokksins hefur verið hræddur við að allt fari í rúst ef kommarnir tækju við. Nú er allt hrundið;
Framsóknarflokkurinn lítur út eins og skiplögð Glæpasamtök í ljósi sögunnar enda fylgið löngu
farið. Ef það er sanngjarnt að segja þetta þá má líkja Flokknum við Mafíu. Og allt gjörsamlega
spillt og umlukið valdahroka. Sonur Davíð héraðsdómari; ekkert mál. Þvert geng faglegu mati dómara;
ekkert mál. Stjórnsýslulög þverbrotin; ekkert mál. Segja af sér; aldrei mál.
Í hruninu var talað um að velta við hverjum steini, allt upp á borðið o.s.frv. við sjáum efndirnar í því
pabbar rannska strákana sína. Það er verið að skipta upp á nýtt og skrifa hvítþvottarskýrslu
um allt saman. Við þurfum reyndar ekki bara kosningar heldur Byltingu.
Lifi byltingin

Mótmæli dagsins

Mætti fyrir utan Landsbankann og tók þátt í mótmælum dagsins. Klappað og sungið mjög friðsamlegt. Öryggisverðir neituðu að hleypa mönnum með grímur og myndavélar inn í bankann. Einhverjir tóku niður grímurnar og fóru inn til að spila fótblota vegna þess að Landsinn elskar fótbolta. Á mbl.is mátti lesa að grímuklætt fólk hefði ruðst inn í bankann - þeir tóku fljótlega þetta með ruðninginn út.
Mótmælin á morgun eru við Bandaríska sendiráðið vegna fjöldamorða Ísraels á Gaza. Borgarafundur í Iðnó um kvöldið um mótmælaaðgerðir.
Við klikkuðum á að vera við Ríkisstjórnarfundinn í gær - það vakti athygli mína að hann var haldinn í Þinginu en ekki í Ráðherrabústaðnum eins og undanfarið. Ríksstjórn á flótta - við hættum ekki fyrr en hún er farin út í hafsauga.
Lifi byltingin.

Andskotinn

Andskotinn á maður nú að fara að blogga einsog hálf þjóðin -
kannski maður prufi þetta.

Klifurferð á Þumal

Já maður verður að sýna lit fyrst maður er að gagnrýna ísklifurmyndir á miðju sumri. Við Viðar Helgason brugðum undir okkur betri fætinum og stauluðumst þarna upp. Við ókum í Skaftafell föstudaginn 17. ágúst og gengum inn í Kjós fórum upp fyrsta gilið og bívökkuðum þar um nóttina. Það var svona léttur regnúði sem náði smám saman inn í pokann með tilheyrandi raka og kulda, þannig að maður hefur lifað betri nætur en... Svo fórum við upp og niður daginn eftir, manni leist nú ekkert á klettinn þegar maður sér hann þarna austan megin en klifrið er mun auðveldara en maður átti von á. Ég hafði að vísu gaufast þarna upp fyrir nokkrum árum um vor í rigningu. Við notuðum u.þ.b. eina hnetu í fyrstu spönn (neðst) og eina hexu í 3 spönn. Ég mæli með þessu fyrir alla sem hafa pínku reynslu, hafa sigið o.s.frv.

Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband