Ekki meira Ál - takk

Hvað tekur nú við? Nú ryðjast fram hægri menn og óska okkur til hamingju með að Kommarnir séu að taka yfir.
Og nei, þetta eru ekki allt menn komnir yfir miðjan aldur -stuttbuxnadeildin er líka á sveimi. Við stóðum saman
fólk úr engum flokki og fólk úr öllum flokkum vegna þess að við erum Þjóðin.
Við gerðum byltingu vegna þess að við urðum að gera það - nú þurfum við að hafa áhrif á það sem tekur við.
Ég hef fengið símtöl frá Genetískum Sjálfstæðismönnum sem hafa bara alltaf kosið flokkinn af því gamli frændi
sagði þeim að gera það. Nú mun hann ganga í endurnýjun lífdaga án Hannesar Hólmsteins. En umfram allt mun þetta hagsmunabandalag gera allt til að halda lífi með einhverjum hætti.

Er Álverið í Helguvík komið of langt til að stöðva það?? Ríkið - les Össur setti 5 milljarða í það um daginn.
Hvað kostar að byggja risagróðurhús á Húsavík? Er vit í því? Og ekki reikna líftíman í 50 árum eins og Álver heldur
hundruðum ára - sparnaður í gjaldeyri - lækkað verð til okkar? Áliðnaðurinn er á leið út og við framleiðum nóg af því nú þegar. Hvert starf í Álverinu á Reyðarfirði kostaði 150 milljónir. Orkuverðið var svo lágt að því var haldið leyndu!
Í ágústbyrjun voru 15 atvinnulausir á Húsavík. Græðgi græðgi - Sigurjón fyrrv. bankastjóri Landsbankans sagði með öndina í hálsinum í sumar að við yrðum að selja orkuna núna. Það væri orkukreppa í heiminum og á morgun gæti þetta orðið of seint! Hvílíkt bull - orkan okkar verður bara verðmætari með tímanum.

Og já við ætlum að týna fjallagrös það eru margir þegar byrjaðir á því.
Gleymum flokkum. Ekki spyrja hvað Ísland geti gert fyrir Þig....

Við erum þjóðin- Við erum fólkið - Við gerðum byltingu - Það er ómetanlegt - Nú er það okkar að gera það besta úr þessu - 21. öldin er komin -hún er okkar.

Það var mynd í Mogganum um helgina af rafmagnsbíl í eigu forseta Usa frá upphafi síðustu aldar. Borgarstjóri Lundúna sagði um daginn að um leið og það kæmi á markað brúkhæfur hagstæður rafmagnsbíll þá myndi hann kaupa. Skrýtið? - Maður spyr sig...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband