14.1.2009 | 01:13
Byltingin breiðist út
byltingin breiðist út...það eru samt nokkur ár í Heimsbyltinguna....
Óeirðir vegna kreppu í Riga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sjáum nú til!
Héðinn Björnsson, 14.1.2009 kl. 01:35
Er það ekki einmitt það sem verið er að sækjast eftir? Upplausn? Kíktu á talsvert langa heimildamynd á síðunni minni og þá sérðu hvað er á seyði og kannski líka hvað er til lausnar.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.1.2009 kl. 02:43
Það er til lítils að heyja byltingu, ef maður veit ekki nákvæmlega gegn hverju og hvernig þjóðskipulag fólk vill fá og hvernig það verður sett á. Þetta hefur ekkert með stefnur eða trú að gera, þetta snýst einvörðungu um að fólkið fái vald yfir gjaldmiðlum sínum og að bankaelítan rúin ægivaldi sínu. Kommúnismi, jafnaðarstefna, kapítalismi, eru bara merkimiðar. Kommúnisminn snýst um að afnema eignarréttinn beint en kapítalisminn að ræna honum og setja í eigu fárra. Sama tóbakið. Allt snýst þetta um að afnema persónufrelsið og hneppa mannkyn í þrældóm. Það verður að stoppa. Eina leiðin er að fræða fólk og mæta þessu vitrænt. Ríki eiga ekki að geta tekið lán eða gengið í ábyrgð fyrir einkarekstur. Ríki á að reka sig af sköttum og áþreifanlegri verðmætasköpun. Vext og verðtrygging er form af þrælahaldi og vítiskúlu, sem springur reglubundið. Þá þarf með tíma að afnema. Öll ríki eiga að gefa út sinn gjaldmiðil í hlutfalli við þörf almennra viðskipta. Fyrirtæki og bankar eiga að standa og falla með áhættu sinni. Einstaklingar líka. Væntingar geta ekki og eiga ekki að stjórna efnahag, heldur það sem í hendi er. Það þarf að upphugsa nýtt kerfi og brjóta það gamla á bak aftur. Það mun þýða fórnir. En þær fórnir eru barnaleikur miðað við síendurteknar fórnir þessa kerfis.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.1.2009 kl. 02:56
ég held við vitum nákvæmlega hverju við erum að berjast gegn. Við verðum að gera það þótt við höfum ekki hugmynd um hvað taki við. bylting étur börnin sín.
Ingvar Þórisson, 16.1.2009 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.