11.1.2009 | 14:46
Mótmæli Laugardagsins
Ágætis fundur á Austurvelli. Vorum með smá gjörning - settum palestínuklút á Jón Sig...
Svo var hugmyndin að fá 800 manns til að leggjast í jörðina. Gekk ekki eftir enda var þetta
bara happening. Held líka að það séu mistök að reyna að spyrða sig saman við þenna fund,
þótt fyrir mér séu þetta sömu mótmælin! Gegn ríkisstjórninni - við erum að hvetja hana til
dáða gegn Ísrael en það eru mistök því skilaboðin eru bara FARÐU og komdu aldrei aftur.
Mótmæli - aðgerð morgundagsins eru við Stjórnarráðið kl. 8:00 í fyrramálið vegna fjöldamorðanna
á Gaza og Ógnarstjórnarinnar á Íslandi. Svo hittumst við við Iðnó kl. 9:00 á Þriðjudagsmorgun til
að stoppa Ríkisstjórnarfund.
Lifi byltingin
ps. Klúturinn er enn á Jóni og tekur sig vel út...
Athugasemdir
Nákvæmlega það sem ég hef verið að hugsa undanfarið: Ríkisstjórn, farðu og komdu aldrei aftur.
Lifi byltingin!
P.s. Jón er vel sæmdur af palestínuklútnum.
Kolla (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.