Mótmæli dagsins

Mætti við Utanríkisráðneytið kl.16 ásamt 17 öðrum. Einn ljósmyndari og einn með litla kameru líklega lögregluþjónn. Undanfarið hefur verið unnt að treysta á að fjölmiðlarnir séu mættir á undan mótmælendum en... Skvettum gerviblóði á skilti og dyr. Þetta var nokkuð fallegur gjörningur.
Hvet alla til að koma á Austurvöll á morgun. Þegar fundinum líkur ætla ég að vera með pólitískan gjörning við Jón Sigurðsson og fyrir framan Þingið. Hvet alla til koma og sýna stuðning. Gjarnan með hulið andlit - fyrst "þeim" er svona illa við það þá er sjálfsagt að hylja andlit sitt. Síðan er fundur í Iðnó kl. 16. Hvet afa og ömmur sérstaklega til að mæta. Manni finnst Íslenzka kreppan blikkna í samanburði við liltu krílin á Gaza. Blessuð sé minning þeirra.
Lifi byltingin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dorje

Gott framtak, verst að ég vissi ekki af þessu í dag. Kemst vonandi á morgun og væri alveg til í að vita af gjörningum og mótmælum.  Styð Palestínumenn!!!!!!!!

Dorje, 9.1.2009 kl. 17:36

2 Smámynd: Ingvar Þórisson

Já bara vera til svæðis og taka þátt allt mjög friðsamlegt.

Ingvar Þórisson, 9.1.2009 kl. 17:51

3 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Ég hef ekkert andlit lengur    Ég tók það af og fór með það og kom því fyrir í geymsluhólfi í banka.  Þegar ég geng útá götuna sér fólk einungis inn í höfuð mitt.  Við þeim blasir heilabú mitt.  Ég hef ekkert að hylja því ég er "Andlitslausi maðurinn" og eina vopn mitt er mitt.  Ég grýti því í allt sem særir það....................... Kíki á þetta á morgun

Máni Ragnar Svansson, 9.1.2009 kl. 22:34

4 identicon

Ég mæti og hlakka til að sjá gjörninginn.

Lifi byltingin!

Kolla (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 23:47

5 identicon

Gjörningurinn var frábær. Takk fyrir frjóa hugsun.

Lifi byltingin!

Kolla (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband