Mótmæli dagsins

Mætti fyrir utan Landsbankann og tók þátt í mótmælum dagsins. Klappað og sungið mjög friðsamlegt. Öryggisverðir neituðu að hleypa mönnum með grímur og myndavélar inn í bankann. Einhverjir tóku niður grímurnar og fóru inn til að spila fótblota vegna þess að Landsinn elskar fótbolta. Á mbl.is mátti lesa að grímuklætt fólk hefði ruðst inn í bankann - þeir tóku fljótlega þetta með ruðninginn út.
Mótmælin á morgun eru við Bandaríska sendiráðið vegna fjöldamorða Ísraels á Gaza. Borgarafundur í Iðnó um kvöldið um mótmælaaðgerðir.
Við klikkuðum á að vera við Ríkisstjórnarfundinn í gær - það vakti athygli mína að hann var haldinn í Þinginu en ekki í Ráðherrabústaðnum eins og undanfarið. Ríksstjórn á flótta - við hættum ekki fyrr en hún er farin út í hafsauga.
Lifi byltingin.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband