Klifurferð á Þumal

Já maður verður að sýna lit fyrst maður er að gagnrýna ísklifurmyndir á miðju sumri. Við Viðar Helgason brugðum undir okkur betri fætinum og stauluðumst þarna upp. Við ókum í Skaftafell föstudaginn 17. ágúst og gengum inn í Kjós fórum upp fyrsta gilið og bívökkuðum þar um nóttina. Það var svona léttur regnúði sem náði smám saman inn í pokann með tilheyrandi raka og kulda, þannig að maður hefur lifað betri nætur en... Svo fórum við upp og niður daginn eftir, manni leist nú ekkert á klettinn þegar maður sér hann þarna austan megin en klifrið er mun auðveldara en maður átti von á. Ég hafði að vísu gaufast þarna upp fyrir nokkrum árum um vor í rigningu. Við notuðum u.þ.b. eina hnetu í fyrstu spönn (neðst) og eina hexu í 3 spönn. Ég mæli með þessu fyrir alla sem hafa pínku reynslu, hafa sigið o.s.frv.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Dögg Ingvarsdóttir

Gaman að lesa um svaðilfarir barnapíunnar! Kannski við klífum þennan ,,stein" einhvern tímann saman, aldrei að vita... Þú heldur svo bara áfram, bæði í klifri, fjallgöngum og bloggi, alltaf gaman að lesa hressandi bloggsögur frá ofurhugum!! 

Eva Dögg Ingvarsdóttir, 22.8.2007 kl. 16:35

2 identicon

Jæja jæja, fyrsta færsla i höfn. Gaman að lesa.  Þyrftum að hittast og græja leiðangurssíðu sem allra fyrst. Kannski um helgina?!

Hulda Gísladóttir (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband