Byltingarsigur

Byltingin er að sigra í kvöld - hvort sem svo verður eða ekki þá heldur hún áfram. Vonandi þarf ég samt ekki að mæta niðrá Austurvöll kl. 13 á morgun og berja ljósastaur með matskeið! Gæti mætt til að fagna ef stjórnin fer frá og gegnið verður að öllum okkar kröfum...í bili. Við erum komin út úr "skápnum" og við megum aldrei fara inní hann aftur. Takk fyrir Þriðjudaginn 20. janúar 2009 sem hlýtur að teljast opinberi Byltingardagurinn. Ég fór heim um 2:00 leytið og missti af "fjöri" næturinnar. Smyglaði samt smá timbri! Það var rosalega fallegt að koma að Þjóðleikhúsinu á miðvikudagskvöldið og skammvinn fagnaðarlætin. Það var byrjað á Áfram Ísland en skynsama unga fólkinu okkar tókst að breyta því í: Engar þjóðir - Bara fólk og í framhaldinu Enga breytingu - Bara Byltingu. Svo rann múgurinn að Lögreglunni hjá Alþingi og stemmingin varð súr- með piparúða, táragasi og bjór. Síðar var ég hræddur og stoltur af syni mínum sem human shield. Lögreglan hreinsaði mótmælendur af ákúrum um ofbeldi. Þótt menn á stuttbuxum hafi síðan reynt að smyrja þetta allt saman aftur. Við megum heldur ekki gleyma að Kreppan leysti úr læðingi hægri öfgamenn...? Mér þótti leiðinlegt þegar ég sá stí heilu framhjóli af reiðhjóli hent á bálið á þriðjudagskveldið - síðar labbaði ég fram á framdekkslaust reiðhjól - áreiðanlega í eigu byltingarsinna. Þegar ég kom á miðvikudagskvöldið varð ég viti að því að 2 strákar brutu rúðu í bíl og hlupu í burtu með poka. Það var erfitt að átta sig á þessu og ég var of langt frá til að gera eitthvað nema kalla... Það er búið að stela einu reiðhjóli frá mér nýlega og brjótast inní bíla fyrir utan. Ef stjórnin fellur getum við farið að byggja upp annars sjáumst við á Austurvelli kl.13

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Sjáumst

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband