Reiði

Eftir að ég kom út úr mótmælendaskápnum hef ég ekki getað snúið við. Þrátt fyrir að vera tæplega fimmtugur afi hef ég verið talinn tilheyra hópi ungmenna. Líka skríll, þetta lið, ekki þjóðin o.s.frv. Ég læt mér vel líka enda hef ég rétt fyrir mér einsog 78% þjóðarinnar. En eitt skil ég ekki; ég á að vera svo óskaplega reiður - ég er bara ekkert reiður. Reiði er svo óskaplega slæm fyrir líkama og sál og ekki endalaust hægt að vera reiður ungur maður. Ég var sjokkeraður, hneykslaður, sorgmæddur og jafnvel hræddur. En fyrst og fremmst næstum bugaður af réttlætiskennd. Guð blessi Ísland. Skömmu eftir hrundið fór ég til Bretlands og Hollands, þeir sem ég hitti voru hissa á viðbrögðum Íslendinga "að okkur virtist standa á sama". Þá voru þeir að vitna í viðtöl við fólk á götunni; sjókkeraða Íslendinga sem voru að stappa í sig stálinu. Þetta eru þjóðir með lengri viðskiptasögu en við sem vorum fátækasta þjóð Evrópu fyrir 68 árum síðan.
Ég vil ekki tilheyra þjóð sem lætur það ástand sem nú ríkir yfir sig ganga. Þess vegna verð ég að mótmæla. Ef allir sem vilja að þessi stjórnvöld fari frá myndu láta í sér heyra þá myndu "þeir" heyra. Í hruninu sagði hvítflibba vinur minn "ég hef aldrei verið jafn til í byltingu og núna". Ég fékk sjokk því eftir að hafa verið byltinarsinni frá 1973 og vel framm á níunda áratuginn var mín bylting alltaf blóðug. En í fyrsta sinn á minni ævi var tilefni og ástand til byltingar á Íslandi. Við þurfum friðsamlega byltingu fyrst hjá okkur sjálfum og svo í öllu þjóðlífinu. Við erum svo heppin að vera herlaus þjóð, en við skulum ekki verða hauslaus líka.

Annars til hamingju með Nýja Ísland. Flokkurinn ætlar að hittast í næsta mánuði og ákveða hvort við eigum að ganga í ESB.
Aðrir ætla að hittast við Iðnó í fyrramálið kl. 9:00 og stoppa Ríkisstjórnarfund sem hefst í nágrenninu kl. 9:30.
Aldraðir, öryrkjar ömmur og afar sérstaklega hvattir til að mæta. Við erum ekki í stríði og allra síst við Lögregluna,
sem verður á staðnum og sér til þess að allt fari vel fram og enginn meiðist.

Þeir sem misstu af Nirði P. Njarðvík í Silfri Egils ættu að horfa á eyjunni....
Ef þig langar að mótmæla: http://sapuopera.blog.is/blog/sapuopera/

Lifi byltingin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband