NÚ VERÐUR STRÍÐ


Ég verð að viðurkenna að nú er ég reiður. Kom við á Vatnsstíg og sá hlæjandi löggur - voðalega voru þeir ánægðir voðalega fannst þeim gaman. 30-40 karlpungar settu landið okkar á hausinn enginn hefur verið handtekinn. 40 manns aðallega ungt fólk hafði tekið hús til að búa í. Yfirgefið hús sem átti að rífa einhvern tímann í framtíðinni og byggja verslunarmiðstöð. Eigandinn hafði slíkt vald að eftir að hann kvartaði leið ekki sólarhringur þangað til löggan mætti grá fyrir járnum handtók 20 og eyðilagði húsið þannig að nú er ekki hægt að búa í því. Ég hef reynt að vera jákvæður útí lögguna og þótt þeir standa sig ágætlega í erfiðleikum síðustu mánaða. En ekki lengur löggu fasistasvín nú verður stríð.
Þeir ráðast geng æsku landisins sem mitt í allri óreiðunni framkvæma einhvern fallegasta gjörning sem ég hef orðið vitni að. Eldhúsið á staðnum (sem löggan rústaði ) var grænmetis, það var skilti við dyrnar Fíkniefnalaust svæði - virðið það.
Nú voru það löggu fasistasvínin sem gengu of langt - næst skuluði hafa skildina við verðum tilbúin. Já þetta er hótun helvítis fokking fokking kapítalista skepnur sem ráða yfir okkur: NÚ VERÐUR STRÍÐ.
mbl.is Sextán handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ÖSSI

Þú virðist gleyma því að þetta er hlutverk lögreglunnar. Það er jú eigandi af húsinu sem vildi ekki að "hústökufólk" væri í því. Burt séð frá því hvort hinn svokallaði eigandi hússins sé ábyrgðarlaus fjárglæframaður þá er ekki hægt að ráðast inní hús og taka það með valdi og lögreglan hlýtur að þurfa að bregðast við því eins og öðrum innbrotum.

Þið gagnrýnið stríð en beytið því svo sjálf það finnst mér vera hræsni....

ÖSSI, 15.4.2009 kl. 12:27

2 Smámynd: Ingvar Þórisson

Nú verður stríð.

Ingvar Þórisson, 15.4.2009 kl. 12:47

3 Smámynd: ÖSSI

Hvort sem þér líkar betur eða verr þá hefur ekki enn sannast á þessa blessuðu auðmenn neit ólögmætt og ég geri ráð fyrir því að heiðarlegt fólk eins og þið viljið ekki að neinn sé dæmdur saklaus....eða hvað...?

Það sem gekk á í þessu húsi niðri í bæ var hinsvegar innbrot og því lögbrot og að sjálfsögðu bregst lögregla við því.

Þetta er ekkert lögregluofbeldi þetta er hlutverk lögreglunnar, þið voruð beðin um að koma út með góðu en það gerðist ekki þannig að eitthvað varð að gera. Þú myndir vilja að lögreglan myndi fjarlægja hústökufólk sem myndi ryðjast inní þitt hús með góðu eða illu.

ÖSSI, 15.4.2009 kl. 12:53

4 Smámynd: ÖSSI

Þá spyr ég hverjir þurfa ekki að fylgja lögum?

ÖSSI, 15.4.2009 kl. 13:09

5 Smámynd: ÖSSI

Þetta er einmitt svarið sem flestir koma með þegar þeir vita ekki hvað á að segja...málið er að það hefur ekki enn sannast nein lögbrot á þessa fjárglæframenn þar sem rannsóknum er ekki lokið. Auðvitað myndi maður vilja loka alla þessa menn inni sem fyrst en ég held að þú viljir ekki fara í það ríki að dæma menn fyrirfram án dóms og laga...

ÖSSI, 15.4.2009 kl. 13:24

6 identicon

Hlutverk lögreglunnar er númer 1,2 og 10 að verja vald fárra á kostnað almennings. Auðvitað brást lögreglan hárétt við miðað við það ógeðfellda hlutverk sem henni er ætlað.

Hústökufólkið gerði líka nákvæmlega það sem siðuðum borgurum ber að gera. Lög ber að virða svo lengi sem þau þjóna þeim tilgangi að vernda hinn almenna borgara. Lög sem eru sett í þeim tilgangi að verja vald fárra eða notuð í þeim tilgangi, ber að brjóta, þverbrjóta og brjóta aftur og aftur og enn aftur, allt þar til búið er að uppræta valdníðsluna.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 13:44

7 Smámynd: ÖSSI

Já sniðugt og hver á að ákveða hvort lögin séu að þjóna "réttum" tilgangi eða ekki. Þetta sem þú talar um Eva er kallað með öðrum orðum stjórnleysi.

En önnur spurning...á ekkert að fara að búsáhaldast núna þegar núverandi ríkisstjórn er í engu betri en sú fyrri já og sú fyrri er reyndar enn við völd að stórum hluta...?

Málið er bara að þetta hefur ekkert með lögregluna að gera þetta hefur allt með lögin í landinu að gera og lögreglan framfylgir þeim...

ÖSSI, 15.4.2009 kl. 13:55

8 identicon

Lögreglan á hrós skilið!

G.

Gunnar (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 14:35

9 identicon

Lögreglan framfylgir lögum gagnvart þeim valdlausu. Þegar fámennur hópur skíthæla setur heilt þjóðfélag á hausinn með lygum og blekkingum, þjófnaði og mútum, þá hinsvegar er löggan upptekin við eitthvað allt annað en að framfylgja lögunum.

Ég á við stjórnvaldsleysi já. Sem á ekkert skylt við stjórnleysi. Það virðist t.d. ekki hafa verið mikil stjórn á efnahagsmálum hér síðustu árin þótt ekkert hafi skort á valdið.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 15:30

10 Smámynd: Ingvar Þórisson

Nú verður stríð

Ingvar Þórisson, 15.4.2009 kl. 15:45

11 Smámynd: ÖSSI

En Eva hvað hafa þessir svokölluðu skíthælar gert sem sannarlega er saknæmt?

Ekki misskilja mig ég er svo sannarlega ekki aðdáandi þeirra og fyrirlít hvernig þeir hafa komið fram....en enn sem komið er þá er víst ekkert saknæmt að finna hjá þeim þar sem rannsókn er í gangi. Til þess að lögregla beyti sér þarf eitthvað ólöglegt að vera í gangi og það hefur því miður ekki verið sannað enn sem komið er.

Það að skíthælar hafi hugsanlega brotið lög réttlætir ekki að aðrir skíthælar brjóti lög....

Mér finnst þið því miður vera í draumalandinu í þessum aðgerðum sem eru í ofanálag ólöglegar með öllu...

Ég vona svo sannarlega að þessir fjárglæframenn verði fundnir sekir og settir bak við lás og slá en til þess þarf sakir og sönnur á þær sakir...

ÖSSI, 15.4.2009 kl. 18:09

12 identicon

Það leikur vissulega grunur á lögbrotum í tengslum við bankahrunið, því hafa margir lögfróðir lýst yfir. Enginn hefur þó verið handtekinn, heldur hefur allt þetta pakk frjálsar hendur með að spilla sönnunargögnum og skaða rannsóknarhagsmuni á ýmsa vegu.

Nei það að einn brjóti lög réttlætir í sjálfu sér ekki að annar brjóti lög. Það að lög nái aðeins yfir hluta borgaranna og/eða að þau þjóni því markmiði að verja vald fárra til að valta yfir heildina, réttlætir hinsvegar ekki aðeins heldur beinlínis krefst þess að þau séu brotin.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 18:35

13 Smámynd: ÖSSI

Já ok...en hvar ætlar þú að draga mörkin...hvað er í lagi að brjóta og hvað ekki....hver á að dæma um það?

Þetta er bara eitthvað anarkista bull sem getur ekki og mun aldrei ganga upp og ég held þú vitir það sjálf.

Þið gagnrýnið valdníðslu og ofbeldi en beytið síðan ofbeldi gegn lögreglunni....hvernig í ósköpunum ætlist þið til að hægt sé að taka ykkur alvarlega...

Grunur um brot er ekki dómur....fólk er saklaust þar til sekt þeirra hefur verið sönnuð. Ég veit ekki hvernig öðruvísi þú villt hafa það. Þú villt kannski dæma og spyrja svo?

ÖSSI, 15.4.2009 kl. 18:47

14 identicon

Lög ber að virða svo lengi sem þau þjóna þeim tilgangi að vernda hinn almenna borgara. Lög sem eru sett í þeim tilgangi að verja vald fárra eða notuð í þeim tilgangi, ber að brjóta, þverbrjóta og brjóta aftur og aftur og enn aftur, allt þar til búið er að uppræta valdníðsluna. Ég dreg semsagt mörkin við það að lögin þjóni almenningi. Ef ekki má og á að brjóta þau.

Það eru ekki anarkistar sem beita ofbeldi heldur var það lögreglan sem réðist inn með vélsagir, kúbein, kylfur og efnavopn. Einn er með brotna tönn. Spelka var rifin af úlnlisbrotnum manni. Það heitir ofbeldi og var óþarft og tilefnislaust.

Þegar rökstuddur grunur um stórfelldan þjófnað liggur fyrir er venjan sú að lögreglan handtekur þann grunaða og hneppir í gæsluvarðhald á meðan á rannsókn stendur, svo það geti ekki spillt sönnunargögnum eða skaðað rannsóknina á annan hátt. Nema ef um er að ræða pólitíkusa og auðmenn.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 18:55

15 Smámynd: ÖSSI

Ok....þú kallar það ekki ofbeldi að fara inn í hús sem er í eigu annara og neita að koma út þegar þess er óskað?

Þú kallar það ekki ofbeldi að berjast á móti lögreglunni þegar hún er að vinna sína vinnu?

Þér ber að hlýða kalli lögreglu annars getur þú gert ráð fyrir því að valdi sé beytt...

Það er rétt að ef RÖKSTUDDUR grunur liggur fyrir....málið er bara að það liggur ekki fyrir neinn rökstuddur grunur...lykilorðið þarna er RÖKSTUDDUR GRUNUR....

Hvað myndi nú gerast ef allir myndu nú hugsa eins og þú og þið sem vilja bara brjóta þau lög sem ykkur hentar? Sumum finnst kannski allt í lagi að deyða mann, öðrum finnst allt í lagi að stela, einhverjum finnst í lagi að beyta ofbeldi og svona gætum við lengi haldið áfram......

Alþingi setur lög og reglur sem samfélagið hefur sammælst um að fara eftir og lögreglunni er sett að framfylgja þeim....

Það er alveg sama hvernir þið snúið þessu þá er þetta sem þið eruð að gera rangt og ólöglegt en fólk er misjafnlega viðkvæmt fyrir því að brjóta lögin....

ÖSSI, 15.4.2009 kl. 19:12

16 identicon

Nei það er ekki ofbeldi að fara inn í autt hús. Það er heldur ekki ofbeldi að kasta eggjum í Alþingishúsið.

Að berjast á móti lögreglunni þegar hún sinnir því starfi sínu að viðhalda valdníðslu og beita fólk ofbeldi er ekki ofbeldi heldur sjálfsvörn. Það er í eðli mennsins að verja sig og fullkomlega sanngjarnt.

Já, maður getur búist við ofbeldi af hálfu lögreglu ef maður hlýðir ekki. Reyndar má einnig oft búast við tilefnislausu ofbeldi af hálfu lögreglu. Það er jafn ógeðfellt fyrir það.

Margir lögfróðir menn m.a. Eva Joly hafa fært fram rök fyrir því að útrásarvíkingar og mútuþegar þeirra hafi brotið lög. Þar með er grunurinn rökstuddur. Það bara hentar ekki ríkislögreglustjóra, handbendi auðvaldsins, að hlusta á þau.

Ef allir myndu hugsa eins og við, væru engin ranglát lög og þar með engin ástæða til að brjóta þau. Það hlýtur alltaf að vera óréttlátt að skaða aðra.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 19:59

17 Smámynd: ÖSSI

Vá þú ert skemmdari en ég hélt.....over and out...

ÖSSI, 15.4.2009 kl. 20:01

18 identicon

Já það bendir til stórtækra persónuleikaskemmda að telja eitthvað athugavert við að fáir menn geti gengið fram með valdníðslu og þjófnaði gegn fjöldanum og beitt fyrir sig vopnuðum valníðsluhundum ef þeim er mótmælt. Það hlýtur að vera mjög heilbrigt að sætta sig bara við það.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 20:19

19 Smámynd: Ingvar Þórisson

Þeir sendu inn 50 vel vopnaða óeirðalöggur til handtaka og berja um 30 ungmenni. Við eigum líka heima í þessari borg, þó við eigum ekki pening til að kaupa fullt af húsum til að láta grotna niður, rífa og pína eða múta borgaryfirvöldum til að leyfa okkur að byggja verslunarmiðstöð. Hvað er ekkert lýðræði í þessari borg? Við gerðum byltingu við ráðum -þetta var gamla Ísland. Ég legg til að Reykjavíkurborg finni fallegt hús handa þessu fallega fólki helst við Laugarveginn... er ekki nóg til.

Ingvar Þórisson, 15.4.2009 kl. 22:22

20 identicon

til að handtaka og berja 16 manns. Hinir voru allir úti.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 23:01

21 identicon

Af hverju fer þetta fólk ekki í öll auðu húsin í Grafarvogi, Grafarholti, Kópavogi, Hafnarfirði og Guð má vita hvar þau eru.  Ný hús sem fullt af ríkum verktökum hafa byggt og geta ekki selt.

Markús G. (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 00:14

22 identicon

Nýju húsin eru enn ekki að því komin að grotna niður og aðgerðin var auk þess pólitísk, henni var beint gegn valdníðslu og misnotkun á eignarréttarhugtakinu. Þeir verktakar sem eiga auð hús í þessum hverfum vilja nýta þau en geta ekki, húsið á Vatnsstígnum var ekki falt enda þótt fólk vildi leigja það. Auk þess er ekki nógu margt hústökufólk á Íslandi til að taka öll auð hús.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband